Lömbin í Húsdýragarðinum

Lömbin í Húsdýragarðinum

Kaupa Í körfu

Ærin Golsa frá Miðhúsum lagði lokaklauf á farsælan sauðburð í Húsdýragarðinum þegar hún bar tveimur gimbralömbum. Þrátt fyrir að sauðburði sé lokið í garðinum á ein huðna eftir að bera af geitunum þannig að vel þarf að fylgjast með fjárhúsunum áfram. Lömbin sem Golsa bar voru skrautleg að lit. Golsa sjálf er nefnd eftir litnum sínum, en hún er svartgolsótt og eignaðist hún svartgolsótta gimbur annars vegar og hins vegar svartgolsótta, kápótta gimbur. Faðir lambanna er hrúturinn Höttur. Má nú sjá skrautlegan hóp lamba að leik í Húsdýragarðinum, meðal lita má nefna móbotnótt, móbíldótt, svartflekkótt, grábíldótt, svartbíldótt og svarthöttótt. Þetta myndi þykja óvenjuleg litaflóra á öðrum sauðfjárbúum á landinu því algengasti litur á sauðfé í dag er hvítur MYNDATEXTI: Nýskriðin út úr móðurkviði eru lömbin strax farin að leika sér eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar