Sigríður Stefánsdóttir

Steinunn Ásmundsdóttir

Sigríður Stefánsdóttir

Kaupa Í körfu

Í æskulýðsstarfi Fjarðabyggðar er nú lögð áhersla á fræðslu um gildi fjölmenningar "Ég er meðal annars að ræða við krakkana í félagsmiðstöðvum um fordóma. Hið fornkveðna að þekking eyði ótta er enn í fullu gildi," sagði Sigríður Stefánsdóttir, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Fjarðabyggðar, þegar Morgunblaðið innti hana eftir helstu viðfangsefnum. "Við þurfum að koma umræðunni um fordóma, fjölmenningu og þá gullnámu, sem kynni af öðrum þjóðum eru, vel af stað og gera það í öllum aldurshópum til þess að vekja og örva umræðuna í jafningjahópum og á heimilunum. Við þurfum að skapa hvers konar samstarfsvettvang allra íbúa Fjarðabyggðar af hvaða bergi sem þeir kunna að vera brotnir. MYNDATEXTI: Sigríður Stefánsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar