Sundmót

Stefán Stefánsson

Sundmót

Kaupa Í körfu

SUND og meira sund var málið í Keflavík í síðustu viku þegar ÍRB hélt sitt árlega Sparisjóðsmót fyrir 12 ára og yngri í sundlauginni í Keflavík. Nóg var um að vera, keppt var í 37 greinum og riðlum auk boðsunds en eins og venjulega er líka gaman að hitta jafnaldra víða að. Boðsundið rak endahnútinn á mótið og var mikið fjör, hvort sem var í lauginni eða á bakkanum því þar hvatti hver sem betur gat. MYNDATEXTI: Húnar frá Hvammstanga skörtuðu fögrum skósíðum kyrtlum, sem komu sér vel í roki og rigningu. Hér eru frá vinstri Eygló Hrund Guðmundsdóttir, Kristín Birna Sveinsdóttir, Rannvá Björk Þorleifsdóttir, Sigurður Örn Sigurðsson, Arndís Eir Sveinsdóttir og Linda Þorleifsdóttir. Bak við hópinn stendur þjálfarinn Sveinn Benónýsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar