Félag ungra sjálfstæðismanna

Félag ungra sjálfstæðismanna

Kaupa Í körfu

Umræður um synjunarvald forseta og eðli forsetaembættisins á fundi SUS Óvissa ríkir um hvort forsetinn hafi vald til þess að synja lögum staðfestingar eða hvort það vald er hjá ráðherra. Það gæti hins vegar verið pólitískt skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvort menn telji forsetann hafa synjunarvald eða ekki. En hvernig sem á málin er litið hefur forseti með því að neita í fyrsta sinn að staðfesta lög gerbreytt eðli forsetaembættisins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þetta var meðal þess sem kom fram á málfundi Sambands ungra sjálfstæðismanna um forsetaembættið í gær þar sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Ingvi Hrafn Óskarsson og Birgir Tjörvi Pétursson héldu erindi. MYNDATEXTI: F.v. Ingvi Hrafn Óskarsson, Helga Árnadóttir, Birgir Tjörvi Pétursson og Hannes H. Gissurarson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar