Vatnajökulsfundur á Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdóttir

Vatnajökulsfundur á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

Eignarhald á Vatnajökli norðanverðum óljóst segir umhverfisráðherra en heimamenn vísa því á bug Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hélt, ásamt nefnd um stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis norðan Vatnajökuls, fund á Egilsstöðum í fyrrakvöld. Var markmið fundarins að fá viðbrögð frá heimamönnum við kynningarskýrslu sem gefin var út í síðasta mánuði. Nefndin hefur lagt til að unnið verði að stofnun þjóðgarðsins á árunum 2004 til 2012 og að um hann verði sett sérstök lög. Tryggja á aðild heimamanna að stjórnun og rekstri garðsins og halda núverandi landnýtingu innan þjóðgarðsmarka. Sjö sveitarfélög hafa hagsmuna að gæta ásamt fjölda landeigenda. Þá á að skilgreina mismunandi svæði innan markanna í samræmi við flokkunarkerfi IUCN. MYNDATEDXTI: "Eignarhaldið á jöklinum er óljóst," sagði Siv Friðleifsdóttir á fundi um stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis norðan Vatnajökuls. Ekki er gert ráð fyrir uppbyggðum vegum innan þjóðgarðs að svo stöddu segir ráðuneytisstjórinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar