Silungur skoðaður

Helgi Jónsson

Silungur skoðaður

Kaupa Í körfu

Nemendur í 1. bekk Barnaskóla Ólafsfjarðar skruppu á dögunum í heimsókn að bænum Hlíð í Ólafsfirði, þar sem húsráðendur, Svanfríður Halldórsdóttir og Gunnar L. Jóhannsson, eru með fiskeldi og reykja silung sem þau selja í neytendaumbúðum. Börnunum þótti óskaplega gaman að sjá lömbin á túninu og alla silungana, allt frá smáseiðum upp í sláturstærð, í kerunum. Á myndinni má sjá tvö barnanna og gæti annað þeirra verið að segja: Nei, sjáðu, þarna er fiskur!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar