Sjómenn í Grindavík

Ragnar Axelsson

Sjómenn í Grindavík

Kaupa Í körfu

ÞEIR voru glaðbeittir á svip, sjómennirnir Eggert Daði Pálsson og Jóhann Ólafsson, sem lönduðu úr Sighvati í Grindavík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um höfnina. Sjómannadagurinn er nú haldinn hátíðlegur um allt land og um að gera að taka þátt í fjölbreyttri hátíðardagskrá. Hátíðahöld sjómannadagsins í Reykjavík hefjast klukkan 14 á Miðbakka í gömlu höfninni, en Hátíð hafsins stendur alla helgina með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna víða um borgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar