Viðey - Fræðsluskilti

Viðey - Fræðsluskilti

Kaupa Í körfu

Tuttugu fræðsluskilti um sögu byggðar í Viðey voru afhjúpuð á laugardaginn að viðstöddum um hundrað gestum. Skiltin eru við grunna og rústir gömlu húsanna í þorpinu og má þar finna ýmsar upplýsingar um húsin og gamla íbúa, að sögn Örvars Birkis Eiríkssonar, verkefnisstjóra Viðeyjar. Búið var í þorpinu frá 1907 til 1943 og bjuggu um 140 íbúar í þorpinu þegar mest var en hið svokallaða Milljónafélag reisti þorpið og rak útgerð á staðnum. MYNDATEXTI: Fræðsluskilti með upplýsingum um sögu Viðeyjar, gömul hús og íbúa voru afhjúpuð á laugardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar