Nýr bátur á Hvammstanga

Karl Sigurgeirsson

Nýr bátur á Hvammstanga

Kaupa Í körfu

NÝR BÁTUR er kominn til Hvammstanga, Jóhanna Margrét HU 130. Eigendur eru bræðurnir Gísli Guðmundsson og Hálfdán B. Guðmundsson og eru þeir úr Reykjavík. Jóhanna Margrét hét áður Eyjaberg, er um 95 tonn, smíðaður í Austur-Þýskalandi 1958 en mikið endurbyggður upp úr 1990. Þeir bræður hyggjast gera út á snurvoð, en einnig er stefnt að bolfiskveiðum. Þeir voru hér árið 2002 með mb. Donnu og leist mjög vel á að gera út frá Hvammstanga. MYNDATEXTI: Eigendur Jóhönnu Margrétar HU 130, nýs báts á Hvammstanga. F.v. Gísli Guðmundsson, Hálfdán B. Guðmundsson og skipverjinn Hjalti Tómas Olason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar