Gísli Helgason

©Sverrir Vilhelmsson

Gísli Helgason

Kaupa Í körfu

Minningartónleikar á Hótel Borg í kvöld Til heiðurs Ása í Bæ Í kvöld stendur ÁTVR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á höfuðborgarsvæðinu, fyrir minningartónleikum um Ása í Bæ. Ástgeir Ólafsson, betur þekktur sem Ási í Bæ, er kunnastur fyrir texta- og lagasmíðar sínar sem gjarnan fjölluðu um sjómannslíf og annað líf í Vestmannaeyjum. Ási í Bæ hefði orðið níræður þann 27. febrúar síðastliðinn, en hann lést árið 1985. Gísli Helgason er einn skipuleggjenda tónleikanna. Hann segir hugmyndina að tónleikunum vera auk afmælisins útgáfa bókar og geisladisks með verkum Ása í Bæ. MYNDATEXTI: Hann er eitthvert besta textaskáld sem við höfum átt og yrkir skemmtilega um mannlífið og sjóinn," segir Gísli Helgason tónlistarmaður um Ása í Bæ sem er hér hægra megin í heimahögunum. :

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar