Sniglarnir

©Sverrir Vilhelmsson

Sniglarnir

Kaupa Í körfu

BIFHJÓLAMENN áttu kyrrðarstund í Kúagerði við Reykjanesbraut í gærkvöldi og minntust bifhjólamanna sem látist hafa í umferðarslysum. Að lokinni minningarstundinni, sem boðað var til í því skyni að "hugleiða lífið og liðna atburði" fóru Sniglanir sem leið lá að Landspítalanum í Fossvogi og heimsóttu félaga sinn, Baldvin Jónsson, en hann slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi 4. maí sl. Baldvin er mjaðmagrindarbrotinn og ökklabrotinn og hefur verið rúmliggjandi í rúman mánuð. Fagnaðarfundirnir fóru fram utan dyra og óku einir 150 sniglar fram hjá sjúkrarúmi Baldvins. "Mér var ýtt út á plan og hér biðu allir eftir mér. Þótt ég eigi nú marga vini bjóst ég alls ekki við þessu," sagði Baldvin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar