Mengun í Grafarvogi

Jim Smart

Mengun í Grafarvogi

Kaupa Í körfu

ALLSTÓR mengunarflekkur sást í Grafarvogi við Gullinbrú í gær. Að sögn Tómasar Gíslasonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar, er ekki vitað nákvæmlega hvað var á ferðinni, eða hvaðan mengunin kom, en talið að um fitu eða annars konar lífrænan úrgang hafi verið að ræða. Tómas segir úrganginn hafa komið út úr skólprásum úr Hamra- og Hálsahverfi í Grafarvogi, sem ekki verða tengdar við skólpdælustöð fyrr en síðar á þessu ári. Holræsadeild borgarinnar og starfsmenn Umhverfis- og heilbrigðisstofu fóru á vettvang í gær, opnuðu brunna og fóru í fyrirtæki í kringum Hálsahverfið til að reyna að finna upptök mengunarinnar en án árangurs. MYNDATEXTI: Hvítan flekk lagði yfir Grafarvog við Gullinbrú í gær og vakti mikla athygli vegfarenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar