Undirbúningur Landsmóts hestamanna

Ragnar Axelsson

Undirbúningur Landsmóts hestamanna

Kaupa Í körfu

UNDIRBÚNINGUR fyrir Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu er í fullum gangi um þessar mundir. Mótið hefst 28. júní nk. og stendur til 4. júlí en Landsmót telst jafnan vera hápunktur og uppskeruhátíð íslenska hestsins - þegar gæðingar og knapar sýna hvað í þeim býr í fjölbreyttum keppnis- og sýningaratriðum. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu þar við var búið að slétta úr skeiðvellinum og malbika bílastæðin fyrir ofan hann og unnið var við að ganga frá rimlaverki umhverfis völlinn. Það er fyrirtækið Plastmótun ehf. á Læk í Ölfusi sem sér um uppsetningu á rimlaverkinu og sést hér hvar Sigurhans Bollason stillir stöngina af og Einar Smári Einarsson mundar gröfuna. Hekla blasir við í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar