Óli Óla í Grímsey

Friðþjófur Helgason

Óli Óla í Grímsey

Kaupa Í körfu

VARLA hefur sést fugl við Kolbeinsey í vor og sumar, enda ekkert æti þar fyrir hann að hafa, að sögn Óla Hjálmars Ólasonar, útvegsbónda í Grímsey, sem segist ekki muna annað eins á ríflega 60 ára sjómannsferli. Óli, sem er á myndinni að ofan, segir að loðnan hafi ekki skilað sér upp á landgrunnið fyrir norðan land síðustu árin, eins og hún hafi gert áratugum saman. Þorskmagar séu hálftómir, þorskurinn sé farinn að éta undan sér í meira mæli og éti jafnvel þara. Þá sé meiri ýsugengd en áður, svo mikil að til vandræða horfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar