Bjarni Haukur Þórsson leikstjóri Fame

Bjarni Haukur Þórsson leikstjóri Fame

Kaupa Í körfu

Söngleikurinn Fame verður frumsýndur í Vetrargarðinum í Smáralind fimmtudagskvöldið 24. júní nk. Leikurinn var fyrst sýndur í Stokkhólmi fyrir tólf árum og hefur síðan verið settur upp víða um lönd, m.a. á West End í London þar sem hann gengur nú fyrir fullu húsi. Verkið byggist á samnefndri kvikmynd frá 1980 og greinir frá unglingum í sviðslistaskólanum New York High School of the Performing Arts - en í íslensku uppfærslunni lærir fólk nýjustu danssporin, hreina tóninn og fiðlutæknina í Fjölbrautaskólanum Framabraut í Reykjavík. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir Fame í Vetrargarðinum og mætir til viðtals í stuttri stund milli stríða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar