Sigurgeir Sigurjónsson

Sigurgeir Sigurjónsson

Kaupa Í körfu

Sigurgeir Sigurjónsson segist hafa farið að fikta við ljósmyndun í gagnfræðaskóla. Hann man ekki aðdragandann og neitar því hlæjandi, að hann muni hvað var á fyrstu ljósmyndinni hans. En hann man, að fyrstu ljósmyndavélina eignaðist hann 14 ára gamall. Að upphafinu slepptu liggja hlutirnir ljósir fyrir. "Minn raunverulegi ljósmyndaraferill byrjaði með rokkinu og bítlaæðinu. Ég spilaði í Molum og ljósmyndunin var áhugamálið með spilamennskunni. Hljómsveitamyndirnar mínar rötuðu á plötuumslög og þetta endaði með því, að ég var hirðljósmyndari allra popparanna." MYNDATEXTI: Sigurgeir og Helga Gísladóttir með börnum sínum; Benjamín, Jenný og Sigurjóni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar