Helgafellskirkja 100 ára

Gunnlaugur Árnason

Helgafellskirkja 100 ára

Kaupa Í körfu

ÞESS var minnst í gær að 100 ár eru liðin frá því að núverandi Helgafellskirkja var vígð. Hátíðarmessa var í Helgafellskirkju þar sem biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikaði. Sóknarpresturinn, Gunnar Eiríkur Hauksson, og fyrrverandi sóknarprestar, Gísli Kolbeins og Guðni Þór Ólafsson, þjónuðu við messuna. MYNDATEXTI: Kirkjan á Helgafelli var vígð 1. janúar 1904. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjunni á árunum 1984-1989 og skartar hún sínu fegursta um þessar mundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar