Hraun í Öxnadal

Skapti Hallgrímsson

Hraun í Öxnadal

Kaupa Í körfu

Menningarsjóður sparisjóðanna verður hluthafi í eignarhaldsfélaginu Hrauni í Öxnadal Menningarsjóður Sparisjóðanna samþykkti í gær að leggja 12 milljónir króna í félagið Hraun í Öxnadal ehf. Menningarsjóður Sparisjóðanna samþykkti í gær að leggja 12 milljónir króna í félagið Hraun í Öxnadal ehf. Félagið hefur keypt jörðina og hyggst koma þar á fót fræðasetri og minningarstofu um Jónas Hallgrímsson, skáld og vísindamann, sem þar fæddist, kynna verk hans og störf og vinna með öðrum stofnunum og einstaklingum að því að efla lifandi og sögulega menningu lands og þjóðar. Einnig er stefnt að því að koma á fót fólkvangi í Öxnadal sem m.a. nái yfir land Hrauns - og innan landamerkja fólkvangsins verða bæði Hraundrangarnir sjálfir og Hraunsvatn. Fífilbrekkuhátíð, sem svo var kölluð, var haldin að Hrauni á sunnudaginn. Þar var ævi Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) rakin, sagt frá þjóðsögum og sögnum, sem tengjast jörðinni og dalnum og saga jarðarinnar rakin. MYNDATEXTI: Séð heim að Hrauni á sunnudag. Hraundrangarnir og Hraunsvatn verða innan fólkvangsins sem fyrirhugaður er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar