Dalsbraut á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Dalsbraut á Akureyri

Kaupa Í körfu

STEFNT er að því að opna Dalsbraut fyrir umferð í dag, miðvikudaginn 16. júní, en framkvæmdir við lagningu brautarinnar hafa staðið yfir frá því í fyrrahaust. Um er að ræða kafla frá Borgarbraut og að Þingvallastræti, en brautin liggur í gili vestan Hamragerðis. Kostnaður við framkvæmdina nemur um 60 milljónum króna. MYNDATEXTI: Leggja lokahönd á verkið: Unnið hefur verið við það síðustu daga að ganga frá umferðareyjum á mótum Dalsbrautar og Borgarbrautar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar