Óli Björn Björgvinsson
Kaupa Í körfu
VENNI GK frá Grindavík er líklega minnsta skip íslenska fiskveiðiflotans sem hefur aðgang að INmobil samskiptakerfinu. Óli Björn Björgvinsson, skipstjóri, segir kerfið ekki síður gagnlegt smærri skipum en þeim stærri. Venni GK er 15 tonna hraðfiskibátur sem Óli Björn fékk afhentan nýjan í mars sl. Hann segist hafa notað INmobil kerfið frá upphafi og það hafi reynst mjög gagnlegt. "Aðgangurinn að Veiðigrunninum hefur reynst mjög vel. Við sláum upplýsingar jafn óðum inn í afladagbókina í tölvunni og kerfið sendir þær síðan sjálfkrafa til Fiskistofu. Þannig losnar maður við leiðinda pappírsvinnu og að senda afladagbókina í pósti. Auk þess verður þarna til alveg magnaður gagnagrunnur. Þar má kalla fram hverskonar upplýsingar sem alla jafna gleymast eða glatast, svo sem um staðsetningar, línulengd, veður, afla og svo framvegis. Eins má setja inni í Veiðigrunninn allskonar fyrirspurnir, til dæmis um það hvar ég fékk besta þorskaflann á ákveðnu tímabili. Gagnagrunnurinn verður síðan betri eftir því sem ég slæ inn fleiri upplýsingar." MYNDATEXTI: Óli Björn Björgvinsson segir Veiðigrunninn mjög gagnlegan.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir