Þórunn Guðmundsdóttir

Þórunn Guðmundsdóttir

Kaupa Í körfu

Tvær konur eiga sæti í aðalstjórnum þeirra fimmtán félaga sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, en það eru rúmlega 2% af heildarfjölda stjórnarmanna í þeim. Önnur þessara kvenna er Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá lögmannsstofunni Lex ehf., en sérsvið hennar innan lögfræðinnar er félaga- og samkeppnisréttur. Þórunn segir það vera ákaflega skemmtilegt og spennandi að sitja í stjórn Burðaráss. Það sé mikil áskorun, því framundan séu stór verkefni hjá félaginu. Stjórnarformaðurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, sagði á aðalfundi félagsins í mars síðastliðnum að það ætlaði í víking. Markmiðið væri að fjárfesta mun meira erlendis en verið hefur. MYNDATEXTI: Fagmennska Þeir sem til þekkja segja að fagmennska einkenni það sem Þórunn Guðmundsdóttir tekur sér fyrir hendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar