Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir

Kaupa Í körfu

FJARLÆGÐ Íslands frá öðrum löndum hamlar útflutningi vöru, þjónustu og fjármagns frá Íslandi og dregur þannig úr viðskiptum við önnur lönd. Þetta eru helstu niðurstöður doktorsritgerðar Helgu Kristjánsdóttur, sem í gær varð fyrst til að verja doktorsritgerð í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Helga sagði í samtali við Morgunblaðið eftir vörnina að gengið hefði vel og að viðbrögð við ritgerðinni hefðu verið góð. Þá sagðist hún þakklát viðskipta- og hagfræðideild fyrir það hve vel hefði verið að öllu staðið, og vildi sérstaklega koma á framfæri þakklæti til Ágústs Einarssonar deildarforseta og Þorvaldar Gylfasonar prófessors, sem einnig var leiðbeinandi Helgu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar