Leikarar og skákmenn

Jim Smart

Leikarar og skákmenn

Kaupa Í körfu

HÓPUR Íslendinga, skipaður nokkrum leikurum Þjóðleikhússins og stórmeisturum í skák, er um þessar mundir staddur í Kanada í tilefni af 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. Leikarar Þjóðleikhússins munu flytja dagskrá með söngvum, New Iceland's Saga, í Winnipeg og Gimli í dag og á morgun, en það er Böðvar Guðmundsson rithöfundur ásamt leikurunum sem hefur sett saman dagskrána sem rekur sögu fjölskyldu sem tekur sig upp frá Íslandi og heldur vestur um haf, til Kanada. Inn í söguna fléttast söngvar frá ýmsum tímum, þó einkum frá 19. öldinni. Sex leikarar frá Þjóðleikhúsinu, Gunnar Eyjólfsson, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Þórunn Lárusdóttir flytja dagskrána ásamt Bergþóri Pálssyni óperusöngvara og Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara. Á sama tíma fer fram skákmót í Winnipeg og taka fimm íslenskir stórmeistarar, Helgi Ólafsson, Helgi Ás Grétarsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson, þátt í mótinu. MYNDATEXTI: Leikarar og skákmenn við styttu Ingólfs Arnarsonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar