Embættismenn frá Norður-Kóreu

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Embættismenn frá Norður-Kóreu

Kaupa Í körfu

Sendiherra N-Kóreu ræddi við formann utanríkismálanefndar SENDIHERRA Norður-Kóreu, með aðsetur í Stokkhólmi, Jeon In Chan, er staddur hér á landi og hyggst taka þátt í 17. júní hátíðahöldunum í dag. In Chan afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á þriðjudaginn en í gær átti hann m.a. fund með Sólveigu Pétursdóttur, formanni utanríkismálanefndar Alþingis, þar sem m.a. mannréttinda- og kjarnorkumál bar á góma. MYNDATEXTI: Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur á móti sendiherra Norður-Kóreu, Jeon In Chan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar