Nýársmót Skeljungs

Jón Svavarsson

Nýársmót Skeljungs

Kaupa Í körfu

HANNES Hlífar Stefánsson sigraði á nýársmóti Skeljungs með 16 og hálfan vinning af 19 mögulegum, en teflt var laugardaginn 30. desember. Jafnir í öðru til fjórða sæti með 14 og hálfan vinning urðu þeir Helgi Áss Grétarsson, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Alls voru tefldar 19 umferðir og hafði hver keppandi 5 mínútna umhugsunartíma í hverri skák. Flestir sterkustu skákmenn landsins tóku þátt í mótinu, þar á meðal 7 stórmeistarar og 2 alþjóðlegir meistarar. MYNDATEXTI: Hannes Hlífar Stefánsson, til hægri, teflir við Jóhann Hjartarson á nýársmóti Skeljungs á laugardag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar