Bergþór og Diddú

Jón Svavarsson

Bergþór og Diddú

Kaupa Í körfu

TÓNSKÁLDIÐ og myndlistarmaðurinn Sigfús Halldórsson lifir enn. Hjarta hans slær í gegnum þau verk sem hann skildi eftir sig. Hann var kjörinn heiðursborgari Kópavogsbæjar 1994, tveimur árum áður en hann lést, og því er sérstaklega við hæfi að nálgast verk hans í Salnum sem er staðsettur í hjarta Kópavogsbæjar. Í fyrra héldu þau Bergþór Pálsson, Diddú og Jónas Ingimundarson tónleika í Salnum þar sem m.a. voru leikin og sungin tæplega tuttugu lög eftir Sigfús. Upphaflega átti aðeins að halda eina tónleika en vegna fjölda áskorana urðu þeir fjórtán talsins. Í kvöld verða svo fyrstu af þrennum áætluðum tónleikum sem eru einskonar framhald tónleikanna í fyrra. MYNDATEXTI: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jónas Ingimundarson og Bergþór Pálsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar