Kristjana Nanný Brynjólfsdóttir

Jón Svavarsson

Kristjana Nanný Brynjólfsdóttir

Kaupa Í körfu

NANNÝ er fædd og uppalin á Íslandi og byrjaði að læra ballett aðeins fjögurra ára gömul. Hún fór svo í djassballett og nútímadans á unglingsárunum en hélt samt alltaf áfram í klassískum ballett líka. Þegar hún var 18 ára og hafði lokið þremur árum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla ákvað hún að taka sér frí í eitt ár og fara til Englands til að læra dans. Hún fór í skóla í Cambridge sem heitir Bodywork þar sem eru kenndar allar mögulegar tegundir af dansi, ásamt söng og leiklist. Þetta er mjög góður skóli, frekar lítill, með 10 til 15 nemendur í hverjum árgangi og Nanný var mjög ánægð með hann. Námið tekur þrjú ár og upphaflega ætlaði hún bara að vera þar í eitt ár og koma svo aftur heim. En henni gekk það vel í skólanum að henni bauðst að taka seinni tvö árin í einu og útskrifast því á tveimur árum í stað þriggja. Þá fannst henni mjög freistandi að klára skólann, fyrst það tæki bara eitt ár til viðbótar, og útskrifaðist hún þaðan með glæsibrag og fékk meðal annars verðlaun fyrir dansritun. Á meðan á náminu stóð tók hún síðasta árið í Fjölbrautaskólanum í Ármúla utanskóla og kláraði því stúdentsprófið líka. Síðan hefur hún unnið sem dansari, komið fram í sýningum og einnig tónlistarmyndböndum hjá þekktum hljómsveitum eins og Pulp og Scorpions en svo hefur hún líka sjálf verið í hljómsveit. Hljómsveit búin til Þú ert orðin fræg í Japan, hvernig kom þetta allt saman til? "Þegar ég var í Englandi kom maður að nafni Tony Gibber í skólann minn og var að leita að stelpum til að búa til hljómsveit. Hann var með þá hugmynd að búa til svona stelpuhljómsveit og vantaði svo bara stelpur í hana. Hann leitaði um allt land og valdi svo okkur fimm."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar