Alain Mikli-Videogleraugu

Jón Svavarsson

Alain Mikli-Videogleraugu

Kaupa Í körfu

HEFUR þig einhvern tíma langað að mynda allt sem fyrir augu ber án þess að felast að baki kvikmyndavélar? Ef svo er þá ætti óskin að geta ræst. Alain Mikli, sem hannar gleraugnaumgjarðir, hefur fært út kvíarnar og hannað vídeó-gleraugu. Þau eru með þeim hætti að lítið og nett auga myndavélar er fest við gleraugnaspöngina en sjálft upptökutækið er haft í axlaról. Þannig er hægt að kvikmynda á einfaldan hátt hversdagslega jafnt sem óvenjulega atburði í lífi þínu og glugga annað slagið á skjáinn til að sjá afraksturinn. Verið gæti að sumir myndu endurskoða líf sitt rækilega eftir á eða velja sér myndarlegri vini og lífsförunauta. MYNDATEXTI: HÖNNUN Alains Mikli er hægt að berja augum í versluninni Linsunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar