Landslag
Kaupa Í körfu
Áin Stjórn á upptök sín uppi á Geirlandshrauni á Síðumannaafrétti og rennur fram úr þrengslum innan við Eintúnaháls. Þar var eitt af heiðarbýlunum og þar var búið fram til 1953. Vegurinn inn að Laka liggur framhjá Eintúnahálsi, innst á Klausturheiði, og meðfram farvegi árinnar í gilinu fyrir innan. Þar reka menn upp stór augu þegar farið er framhjá 10 metra hárri klettabrík við ána og ekki annað að sjá en að þar hafi einhver farið höndum um og mótað furðulegar myndir, sem þó eru síbreytilegar. Það fer allt eftir birtunni. Það er þó náttúran sjálf sem hér hefur verið að verki. Þarna hefur verið sprunga sem hefur fyllst af kviku og myndað berginnskot. Það stendur eins og skástæður veggur, en veðrunin hefur unnið á gljúpara bergi við hliðina og þar hafa orðið til myndir af tröllum og kynjaverum, allt mjög dulúðugt.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir