GJÁIN í Þjórsárdal
Kaupa Í körfu
GJÁIN í Þjórsárdal er frekar gil og dalverpi með fossum en eiginleg gjá. Sú fegurð sem þar birtist er fremur smágerð en stórskorin, en engu að síður býr náttúran á þessum stað yfir verulegri fjölbreytni, sem einnig er síbreytileg eftir árstíðum. Líklegt þykir að Þjórsá hafi runnið um Gjána áður en hraunið rann, sem nú setur mestan svip á þetta umhverfi. Rauðá fellur í fallegum fossi fram af hamrabrún innst í Gjánni og bætist þar við vatn úr lækjum og lindum; rimarnir milli þeirra vaxnir hvönn sem búin var að missa sumarskrúðann á þessum haustdegi. Upp af fossbrúninni á myndinni er birkið í haustlitum en mosinn sem lifir í sambýli við mjólkurhvítar sprænur missir hins vegar ekki litinn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir