Tyllt niður tánni

Gísli Sigurðsson

Tyllt niður tánni

Kaupa Í körfu

HAUSTSVIPURINN er allsráðandi í þessari Þingvallamynd; birkið í Bláskógaheiðinni hefur að fullu og öllu fellt laufskrúð haustlitanna og fyrstu snjókornin hafa fallið á Hrafnabjörgin, Kálfstinda- og Tindaskaga. Fegurðin ríkir enn sem fyrr, en það er annars konar fegurð en að sumarlagi. Myndin er tekin af stígnum sem liggur upp að Öxarárfossi og þarna má sjá barrskóginn, sem verið hefur eins lengi í þessari hlíð og elztu menn muna, en aldrei orðið eðlilegur hluti af þessu umhverfi. Nú hefur Pétur M. Jóhannsson, vatnalíffræðingur og sérfræðingur í náttúru Þingvallavatns, skorið upp herör gegn þessum skógi og telur hættu á að mengandi áhrif frá honum auki þörungagróður í Þingvallavatni svo það missi tærleika sinn og bláma. Til að meta slíkt þarf vísindalegar rannsóknir og leikmaður getur ekki lagt mat á slíkt. En eitt er víst: Ef þessum barrskógi hefði ekki verð plantað þarna á sínum tíma og einhver vildi gera það núna, yrði slíkt aldrei leyft. Barrskógur stingur í stúf á Þingvöllum; hann hefur aldrei átt þar heima og hávaxnari trjátegundir ennþá síður. Vonandi eru menn sammála um að standa vörð um upprunalegt útlit Þingvalla og þá er sjálfgefið að barrskógurinn verði látinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar