Stóri-Botn

Gísli Sigurðsson

Stóri-Botn

Kaupa Í körfu

Frá Hvalfjarðarbotni skerst dalur langt inn í landið og rísa Botnssúlur fyrir enda hans. Vegur sem fær er venjulegum fólksbílum liggur frá Botnsskála inn eftir dalnum; framhjá Litla-Botni og næstum alla leið að Stóra-Botni. Á jörðinni hefur ekki verið búið alllengi, en bæjarhús standa uppi, svo og einn braggi við heimreiðina. Þarna er mikið vetrarríki og snjóþyngsli, en sumarfegurðin að sama skapi mikilfengleg með Botnssúlur í aðalhlutverki. Núna er Stóri-Botn skógræktarjörð í einkaeign, landið hefur verið friðað síðan 1982 og stendur á skilti að öllum ökutækjum sé óheimil för um landið án leyfis og tjaldstæði eru bönnuð. Útivistarfólk er hins vegar boðið velkomið, en beðið um að gæta sín á giljum og klettum. Gönguleið frá Stóra-Botni, yfir Leggjarbrjót að Svartagili í Þingvallasveit hefur lengi verið vinsæl. Hún er samt varla fyrir aðra en þá sem teljast vel göngufærir. Leiðin yfir Leggjarbrjót er forn þjóðleið og útsýnið er rómað. Að austanverðu sést yfir Þingvallasvæðið, en yfir Hvalfjörð til vesturs, svo og Glymsgljúfur. Þar er fossinn Glymur, 200 m hár og talinn hæstur fossa á Íslandi. Yfir þessa gönguleið gnæfa Botnssúlur, 1995 m yfir sjó og Hvalfell, 852 m. Ekki þarf þó að leggja á sig fjallgöngur til þess að njóta náttúrunnar á Stóra-Botni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar