Norska húsið

Gunnlaugur Árnason

Norska húsið

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Elsta húsið í Stykkishólmi er Norska húsið sem var byggt árið 1832 og var fyrsta tveggja hæða húsið á Íslandi. Sýslunefnd Snæfellsnes (nú Héraðsnefnd Snæfellinga) eignaðist Norska húsið árið 1970. Þá var tekin ákvörðun um að færa húsið í upprunalegt horf og koma þar upp byggðasafni sýslunnar. Síðan þá hefur verið unnið í áföngum að því að gera upp húsið og mikið vatn runnið til sjávar og í ár má segja að uppgerð hússins sé lokið MYNDATEXTI: Ragna Eyjólfsdóttir og Aldís Sigurðardóttir starfa við Norska húsið í sumar og taka á móti gestum. Á myndinni eru þær í krambúðinni, en í vetur voru smíðaðar gamaldags búðarinnréttingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar