Kýr horfa á sólarlagið

Kýr horfa á sólarlagið

Kaupa Í körfu

Sólhvörf á sumri, sumarsólstöður, voru í gær og sólargangur er því aftur farinn að styttast. Á morgun er Jónsmessa, fæðingardagur Jóhannesar skírara, en Jón og Jóhannes eru tvær útgáfur af sama nafni. Margs konar þjóðtrú eða náttúrutrú er tengd Jónsmessunóttinni. Á Jónsmessunæturdöggin að vera mjög heilnæm, hvort sem fólk veltir sér upp úr henni nakið eða gengur í henni berfætt, og þá er gott að finna magnaða steina og tína grös til lækninga. Þessar kýr á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal voru allt að því andaktugar á svip er þær virtu fyrir sér gullroðið aftanskinið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar