Hreiður á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Hreiður á Akureyri

Kaupa Í körfu

Einstæð þrastamóðir á svölum við Drekagil með fimm sísvanga unga "Ég hef bara ekkert heyrt í honum í nokkra daga," segir Sonja Kristinsson sem býr á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi við Drekagil. Fyrir nokkru gerði þrastapar sér hreiður í blómavasa, í öruggu skjóli við sýprusinn sem þar vex og dafnar. Nú hefur Sonja áhyggjur af karlfuglinum, hann virðist hafa gufað upp, en frúin má fyrir vikið hafa sig alla við að fæða unga sína. MYNDATEXTI: Svona geyin mín! Þrastamamman kemur færandi heim í hreiðrið, búin að fanga nokkra gómsæta orma sem ungarnir fúlsa ekki við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar