Þrjár listakonur í Listasafni ASÍ
Kaupa Í körfu
HELGIDÓMUR hefur yfirtekið Ásmundarsalinn í Listasafni ASÍ. Þegar upp er komið tekur ólgandi hjartsláttur á móti manni. Lítil vera með blá augu gægist ofan af vegg. Og niður úr háu loftinu hanga marglituð efni, perlufesti og hattur, sem í raun er brúða. Þær Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Óskarsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir, myndlistarmennirnir þrír sem eiga heiðurinn að sýningunni Helgidómur sem opnaði í Listasafni ASÍ síðasta laugardag, vinna allar með hið sérstaka rými þar hver á sinn hátt. Langa brúðan hennar Ingibjargar, sem kölluð er Dýrgripur, undirstrikar lofthæðina í salnum, verur Guðrúnar Veru á veggjunum kallast á hvor úr sínum enda salarins og hjartsláttur Helgu - hennar eigin hjartsláttur - líður yfir salinn og rammar hann inn. MYNDATEXTI: Helga Óskarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir og Ingibjörg Magnadóttir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir