Landssímamálið dómsupphvaðning

Þorkell Þorkelsson

Landssímamálið dómsupphvaðning

Kaupa Í körfu

Fyrrverandi aðalgjaldkeri Landssímans dæmdur í 4 1/2 árs fangelsi fyrir fjárdrátt Fyrrverandi forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins dæmdir í 2 ára fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalgjaldkera Landssíma Íslands hf., í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt upp á 261 milljón króna á árunum 1999 til 2003. Meðákærðu, Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson, voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir hylmingu með því að hafa tekið við og ráðstafað um 163 milljónum króna af fénu sem Sveinbjörn dró sér. Árni Þór hefur þegar ákveðið að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. MYNDATEXTI: Verjendur og tveir sakborninga mættu í dóminn en aðalsakborningarnir voru fjarverandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar