FH - Grindavík 4:1

Þorvaldur Örn Kristmundsson

FH - Grindavík 4:1

Kaupa Í körfu

FH skaut sér upp í annað sætið í efstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið sigraði arfaslaka Grindvíkinga 4:1 í Hafnarfirði. FH-ingar spiluðu ágætlega mestallan leikinn en gestirnir úr Grindavík náðu sér engan veginn á strik. Besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í fyrra, Allan Borgvardt, var í fyrsta sinn í byrjunarliði FH-inga í sumar og það er ljóst að með hann innanborðs eiga Hafnfirðingar góða möguleika á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Myndatexti: Óli Stefán Flóventsson, Grindavík, sendir boltann frá sér en Ármann Smári Björnsson, FH, reynir að komast í boltann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar