Golfmót

Skapti Hallgrímsson

Golfmót

Kaupa Í körfu

VARLA líður sú helgi á Akureyri um þessar mundir að þar sé ekki haldin hátíð. Um síðustu helgi voru bílaáhugamenn áberandi í bænum og nú eru það börn og unglingar á aldursflokkameistaramótinu í sundi og kylfingar á árlegu miðnæturgolfmóti sem setja svip á bæinn. Í dag bætast svo við flugáhugamenn sem koma saman á árlegri flughelgi í bænum. Golfmótið, Arctic Open, var sett á miðvikudagskvöld og keppni átti að ljúka í nótt. Á golfvellinum etja keppi um 140 manns og keppendur á sundmótinu eru um 300. MYNDATEXTI: Kristján Arason, handboltamaðurinn gamalkunni, býr sig undir að slá af fyrsta teig í gærkvöldi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar