Lárus Steinþór Guðmundsson Fólkið í blokkinni

Lárus Steinþór Guðmundsson Fólkið í blokkinni

Kaupa Í körfu

Lárus Steinþór Guðmundsson, 36 ára lyfjafræðingur Lárus er eiginlega nýgræðingurinn í húsinu því hann flutti inn í ársbyrjun 2003. Reyndar staldrar hann ekki lengi við því síðasta árið hefur hann smám saman verið að flytja sig til kærustunnar og þessa dagana er hann að gera sig líklegan til að hverfa alfarið á braut. "Þetta er skemmtileg kommúna enda hafa þau hin þekkst lengi," segir hann. "Stundum sé ég að það er opið fram á gang hjá Eddu og þá er Sigurjón kannski hjá henni að spjalla yfir kaffi eða bjór. Svo kíki ég inn. Ég hef áður búið í blokk og þar mynduðust ekki svona tengsl. Þar bönkuðu krakkar stundum upp á en mér fannst fullorðna fólkið halda sig meira fyrir sig."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar