Hákon krónprins

Skapti Hallgrímsson

Hákon krónprins

Kaupa Í körfu

HÁKON krónprins Noregs vígði í gær nýjasta hluta Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Bátahúsið sem svo er kallað. Krónprinsinn flaug norður eftir hádegið ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Siv Friðleifsdóttur, samstarfsráðherra Norðurlanda. Siv er einmitt siglfirsk í föðurætt og á norska móður. Á torginu í miðbænum beið fjöldi Siglfirðinga og ferðamanna hinna tignu gesta í sól og blíðviðri og gaf krónprinsinn sér góðan tíma til að spjalla. MYNDATEXTI: Þórarinn Hannesson íþróttakennari og Elín Helga, þriggja og hálfs árs dóttir hans, röbbuðu við krónprinsinn og forsetann í margmenninu á torginu í miðbæ Siglufjarðar í gær. Elín Helga var í glæsilegum íslenskum búningi og dáðust þeir Hákon og Ólafur Ragnar einmitt mjög að honum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar