Hákon krónprins
Kaupa Í körfu
HÁKON krónprins Noregs vígði í gær nýjasta hluta Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Bátahúsið sem svo er kallað. Krónprinsinn flaug norður eftir hádegið ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Siv Friðleifsdóttur, samstarfsráðherra Norðurlanda. Siv er einmitt siglfirsk í föðurætt og á norska móður. Á torginu í miðbænum beið fjöldi Siglfirðinga og ferðamanna hinna tignu gesta í sól og blíðviðri og gaf krónprinsinn sér góðan tíma til að spjalla. MYNDATEXTI: Þórarinn Hannesson íþróttakennari og Elín Helga, þriggja og hálfs árs dóttir hans, röbbuðu við krónprinsinn og forsetann í margmenninu á torginu í miðbæ Siglufjarðar í gær. Elín Helga var í glæsilegum íslenskum búningi og dáðust þeir Hákon og Ólafur Ragnar einmitt mjög að honum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir