Margrét María Sigurðardóttir

Skapti Hallgrímsson

Margrét María Sigurðardóttir

Kaupa Í körfu

Margrét María Sigurðardóttir stjórnar Jafnréttisstofu Karlar í hefðbundnum kvennastörfum og málefni fólks í strjálbýli verða rædd á ráðstefnum Jafnréttisstofu á komandi mánuðum og þá sækist stofan einnig eftir að fara fyrir evrópsku verkefni þar sem fjallað er um staðalímyndir kynja í íþróttafréttum. Þessu komst Margrét Þóra Þórsdóttir að þegar hún ræddi við framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, Margréti Maríu Sigurðardóttur. Fjölmargir viðburðir eru framundan á vegum Jafnréttisstofu og þar er um þessar mundir unnið að margvíslegum verkefnum. Jafnréttisstofa var opnuð á Akureyri í september árið 2000. Margrét María Sigurðardóttir veitir stofunni forstöðu, en hún tók við því starfi 1. nóvember á liðnu ári. Áður hafði hún um tveggja ára skeið starfað sem lögfræðingur við Jafnréttisstofu, en hún átti og rak lögfræðistofu á Húsavík á þeim tíma. MYNDATEXTI: Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segist eiga marga bandamenn í jafnréttisbaráttunni. Stuðningur karla um og yfir sextugt hafi komið á óvart, en þeir eru meðal öflugustu bandamannanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar