Víetnam
Kaupa Í körfu
Víetnam (VN) er heillandi land, þjóðin er elskuleg og umburðarlynd gagnvart útlendingum. Landslagið er stundum sagt himneskt, strandlengjan er 3.451 km og víða ósnert af mannlegri athafnasemi. Tímarnir hafa verið erfiðir, en betri tíð er framundan MYNDATEXTI:FRAMTÍÐ Víetnam er háð mörgum þáttum. Víetnamar eru dugleg þjóð sem hefur lent í miklum hremmingum og stríðum sem skilja eftir óafmáanleg ör, nánast linnulaust frá því í síðari heimsstyrjöldinni til 1990. Þjóðin á sér djúpar rætur í tilkomumikilli náttúru. Þar er rótgróin siðmenning byggð á sterkum hefðum; fornri menningu, áhrifum frá því landið var nýlenda Frakka og loks arfi kommúnismans. Fólkið er einstaklega alúðlegt og agað og býr nú í friðsömu landi. Ferðamenn og útlendingar eiga nú greiðari aðgang að Víetnam en áður, og hefur ferðaþjónusta eflst í kjölfarið. Landið dregur til sín fólk hvaðanæva úr veröldinni, fólk sem vill njóta einstakrar náttúru. Sagt er að ferðamenn fái góða veislu fyrir skynfærin; sjón, heyrn, lykt og bragð - sem endist áfram í minninu um ókomna tíð. Menntun er lykill að velgengni, að mati Víetnama, og vel menntaður fjölskyldumeðlimur færir fjölskyldu sinni heiður og velgengni. Læsi þjóðarinnar er gott eftir mikið átak í þeim efnum, því 94% 15 ára og eldri kunna að lesa. Nærri öll börn fá grunnmenntun og stendur skólaskyldan í fimm ár. Menntakerfið var þó í lamasessi á meðan barist var í stríðinu.Víetnamar eru þjóð sem hefur dvalið í djúpum dal fátæktar, en með því að taka heillavænlega stefnu í efnahagslegri uppbyggingu getur framtíð barnanna orðið betri en foreldranna. Enn þarf þjóðin að glíma við flókinn vanda og því er brýnt að aðrar þjóðir aðstoði við að leysa hann með þeirri þekkingu og ríkidæmi sem þær búa yfir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir