Tanntíska

Tanntíska

Kaupa Í körfu

Það skemmist ei tönn sem er skínandi hrein, segir í margkveðinni vísu. Þeir sem framfleyta sér með ytra byrðinu hafa tekið þessi tímalausu sannindi afar bókstaflega. Reyndar veltur markaðsvirði margra á blekkingunni um fullkomnun og eins og staðan er nú þykja snjóhvítar tennur meira stöðutákn en merkjavara, hraðakstursbílar og risagimsteinar, svo eitthvað sé nefnt. Hvítar tennur myndast reyndar vel (kling). Þær eru líka æskumerki og á góðri leið með að verða helsta tískubólan. Lýsing tanna er sem sagt að verða almennari og þykir á eilítið viðráðanlegra verði nú en áður. Gljástigið hefur líka hækkað, ef svo má segja, því það sem áður þótti gervilegt er nú meira í ætt við daglegt brauð, það er að segja meðal stjarnanna. MYNDATEXTI: Tennurnar eru penslaðar með geli og síðan er kristall látinn hvíla á þeim í klukkutíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar