Bók og diskur
Kaupa Í körfu
Sjónvarpið getur komið af stað undarlegustu atburðarásum og hér skal rakin stutt saga sem tengir Ísland og Ítalíu: Beinar útsendingar frá íþróttamótum leiða ekki alltaf til ljóða, en það gerist þó í stöku tilfelli. Á Ítalíu sat ljóðskáldið Vincenzo Bagnoli á heimili sínu snemma ársins 1998 og fylgdist með öðru auganu með útsendingu frá alþjóðlegu frjálsíþróttamóti. Sá hann þar m.a. stangarstökkvarann íslenska, Völu Flosadóttur, í bláa bolnum sínum, svífa tignarlega yfir rá sem bar við himin. Einhverra hluta vegna sat atvikið í honum og hann lagði nafn stúlkunnar á minnið. Skömmu síðar gekk Bagnoli á fjallið Ortles - án þess reyndar að ná toppnum - og var um svipaðar mundir hugfanginn af ljóði Wallace Stevens, The Poem that Took the Place of a Mountain. Ofan á þetta bættust svo hugleiðingar hans um afrek norska landkönnuðarins Amundsen, sem hafði sléttum 100 árum áður fundið leiðina frá Baffin-flóa til Beringssunds á norðurhveli jarðar. Út frá öllum þessum heimspekilegu pælingum um manninn gagnvart náttúrunni, um mannlega reisn og takmörk, um kulda, úthald, háleitni og fegurð, skrifaði Bagnoli svo ljóð sem nefnist 98, Amundsen - til stangarstökkvara. Ljóð þetta hefur nú birst á bók í fyrsta sinn, ásamt tileinkuninni: per Vala Flosadottir (handa Völu Flosadóttur). Þar er m.a. fjallað um það hvernig fegurðin virðist svara þyngdaraflinu, en upphafslínurnar eru: "Sýndu mér hvernig ég get lengt skrefið (...) öld okkar stendur á jökulsporði." Bók Bagnolis nefnist 33 giri stereo LP (33 snúningar, víðóma LP) og er í kynningu sögð fyrsta bókin sem "markar með skýrum hætti upphaf þeirrar bókmenntagreinar sem kalla mætti avant-popp" - og er þá vísað til eins konar framúrstefnupopplistar. Ljóðin skauta frá Baudelaire til The Cure, frá T.S. Eliot til Lou Reed og bókinni fylgir geisladiskur með nýrri popp-rokkóperu. Höfundur hennar er Nicola Bagnoli, eiginkona ljóðskáldsins. Vala Flosadóttir, sem býr í Svíþjóð, fékk ljóðið sent á sínum tíma í enskri og íslenskri þýðing
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir