Fornleifauppgröftur á Hólum

Einar Falur Ingólfsson

Fornleifauppgröftur á Hólum

Kaupa Í körfu

Fornleifarannsókn og vettvangsskóli á Hólum í Hjaltadal þriðja árið í röð FORNLEIFAUPPGRÖFTUR við Hóla í Hjaltadal hófst að nýju fyrir nokkrum dögum en þetta er þriðja sumarið sem grafið er á þessum gamla biskupsstóli. Við uppgröftinn hefur m.a. fundist prentsmiðja frá 17. öld og hús frá upphafsárum biskupsstólsins, þ.e. frá því snemma á 12. öld. Yfir 15 þúsund gripir af ýmsum toga hafa komið í ljós við rannsóknina. Í júní hefur hópur fornleifafræðinga og nema verið við störf á staðnum, en þá fór fram vettvangsskóli fyrir nema í fornleifafræði við Háskóla Íslands. MYNDATEXTI: Grafið við Hóla. Í ljós hefur komið prentsmiðja frá 17. öld og verður grafið enn dýpra í sumar og vonast til að finna prentsmiðju frá því um 1530.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar