Sumarhátíð Rjóðursins

Jim Smart

Sumarhátíð Rjóðursins

Kaupa Í körfu

FYRSTA sumarhátíð Rjóðurs, hjúkrunar- og endurhæfingarheimilis Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrir börn og unglinga í Kópavogi, var haldin um helgina. Fjölskyldur barnanna fjölmenntu á hátíðina, og komu góðir gestir til að skemmta, þar á meðal Írafár, Land og synir og Birta og Bárður úr barnatímanum. Börnin sem dvelja í Rjóðri eru öll langveik eða fötluð, og dvelja í skamman tíma í einu á staðnum. Ríkti mikil gleði meðal barnanna á hátíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar