Svanir ráðast á andarunga

Skapti Hallgrímsson

Svanir ráðast á andarunga

Kaupa Í körfu

"Stríðsástand" á andapollinum við Sundlaug Akureyrar ÁLFTAPAR sem síðustu ár hefur dvalið á andapollinum svokallaða við Sundlaug Akureyrar hefur drepið um það bil 20 andarunga í sumar. Parið hefur raunar drepið eða stuðlað að dauða allra þeirra unga sem komnir eru á legg, nema hvað einn er enn á lífi en þegar stórskaddaður. "Álftirnar hafa alltaf verið mjög grimmar, sérstaklega á sumrin þegar þær eru að ala upp unga sína. Þær áttu lengi vel bara fúlegg en þetta er þriðja eða fjórða sumarið sem þær ná að unga út og eftir það urðu þær svona grimmar," sagði Arnar Þorsteinsson, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. MYNDATEXTI: Karlálftin við andapollinn. Vinstri vængur hans er skemmdur og hann því ófleygur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar