HK - Breiðablik 3:2

HK - Breiðablik 3:2

Kaupa Í körfu

HEIL umferð fór fram í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Stórleikur umferðarinnar fór fram á Kópavogsvelli þegar erkifjendurnir úr Kópavogi, HK og Breiðablik, áttust við. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið grannaslagur af bestu gerð og lokamínúturnar voru mjög dramatískar. Lengi vel leit út fyrir sigur Breiðabliks en tvö mörk frá varamanninum Gísla Frey Ólafssyni í uppbótartíma tryggðu HK-mönnum 3:2-sigur. MYNDATEXTI: Finnur Ólafsson, leikmaður HK, í baráttu við Olgeir Sigurgeirsson, leikmann Breiðabliks, í leik Kópavogsliðanna í gærkvöldi. HK vann leikinn 3:2 eftir dramatískar lokamínútur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar