Listaverk afhjúpað í Þorlákshöfn

Jón H. Sigurmundsson

Listaverk afhjúpað í Þorlákshöfn

Kaupa Í körfu

Útilistaverk eftir Erling Ævarr Jónsson var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á dögunum. Listaverkið er afsteypa af ströndinni og hafsbotninum við frá Þjórsá að Selvogi. Hannes Sigurðsson útgerðarmaður og eigandi veitingastaðarins Hafið bláa sagði um leið og hann bauð gesti velkomna að hafsbotninn hefði lengi verið honum hugleikinn. Hann sagði að sér hefði leikið forvitni á að vita hvort aðrir sæju hafsbotninn fyrir sér eins og hann. Því hefði honum fundist tilvalið að láta gera afsteypu af botninum og gefa gestum veitingarstaðarins kost á að virða fyrir sér þessi náttúruundur. "Þar sem ég er enginn listamaður sjálfur ákvað ég að fá til verksins listamanninn Erling Ævarr Jónsson sem hefur mikla reynslu af sjómennsku á þessum slóðum og þekkir vel til aðstæðna," sagði Hannes Sigurðsson. MYNDATEXTI: Hafið Bláa: Erlingur Ævarr Jónsson ásamt eigendum Hafsins bláa, Þjórhildi Ólafsdóttur og Hannesi Sigurðssyni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar